Fótbolti

Óskar Hrafn: Hefði verið rosalega létt að gefast upp

Dagur Lárusson skrifar
Óskar Hrafn í leik með Breiðablik.
Óskar Hrafn í leik með Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var með blendnar tilfinningar eftir tap síns liðs í Sambandsdeildinni í kvöld.

„Mér finnst við getað litið í baksýnisspegilinn núna og áttað okkur á ákveðnum hlutum. Mér fannst við ekki nægilega ákveðnir í byrjun leiks. Mér fannst til dæmis fyrstu tvö skiptin þar sem við vorum að pressa ekki nægilega góð. Við vorum frekar flatir þegar þeir áttu útspark og við hikuðum,“ sagði Óskar Hrafn við Aron Guðmundsson í Tel Aviv..

„Eftir það féllum við svolítið til baka fannst mér en síðan um leið og við stigum upp þá fannst mér við ná ágætis stjórn á leiknum. En svona þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég stoltur af liðinu og virkilega ánægður með kraftinn sem liðið setti í þennan leik,“ bætti Óskar við.

„Við komum hérna á erfiðan útivöll og skoruðum tvö mörk. Það hefði verið rosalega létt fyrir okkur að leggjast niður og gefast upp þegar staðan var 3-0 en við gerðum það ekki, við héldum áfram.“ 

Óskar talaði aðeins um mikilvægi þess að sýna hugrekki í svona leikjum.

„Ég vil trúa því að þessi leikur, þó svo að við höfum tapað honum, að hann muni gefa liðinu enn þá meira hugrekki og kjark. Við verðum að stíga upp gegn svona liðum og ekki bera of mikla virðingu fyrir þeim,“ endaði Óskar Hrafn Þorvarldsson að segja eftir leik.

Viðtalið við Óskar má sjá hér að neðan.

Klippa: Stoltur Óskar Hrafn

Viðtal við Kristin Steindórsson eftir leik.

Klippa: Kristinn eftir leikinn gegn Maccabi

Viðtal við Damir.

Klippa: Damir eftir leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×