Fyrirliðinn Glódís Perla áberandi í München Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 14:00 Glódís Perla verður í München til 2026. Twitter@FCBfrauen Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var á dögunum kynnt til leiks sem fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München. Þá framlengdi hún samning sinn við félagið. Hin 28 ára gamla Glódís Perla gekk í raðir Bayern 2021 en hún hafði áður spilað með Eskilstuna United og Rosengård í Svíþjóð. Síðan þá hefur Glódís Perla verið mikilvægur hlekkur í vörn liðsins og var til að mynda stór ástæða þess að liðið varð meistari heima fyrir á síðustu leiktíð. Fyrir fimm dögum síðan var svo tilkynnt að Glódís Perla – sem tók við fyrirliðabandi íslenska landsliðsins fyrr á árinu – væri nýr fyrirliði Bayern. Hún er hluti af þriggja manna fyrirliðahóp félagsins en inn á vellinum verður Glódís Perla með bandið. Ekki nóg með það heldur í gær var staðfest að Glódís Perla hefði framlengt samning sinn við félagið til 2026. "I'm very happy about it!" #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/2iV9jmaANW— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 „Við erum lögð af stað í virkilega áhugavert og skemmtilegt ferðalag og það er það sem ég vil vera hluti af. Það er frábært að ég geti verið hérna í þrjú ár í viðbót. Ég er virkilega glöð og vil reyna að leggja eins mikið af mörkum og ég get fyrir liðið,“ sagði Glódís Perla á heimasíðu Bayern eftir undirskriftina. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Í kjölfar tilkynninganna tveggja má segja að Glódís Perla hafi verið áberandi, bæði á samfélagsmiðlum félagsins sem og í miðborg München. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) This view though... #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/NILHCZASwG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 FC Bayern World right now... #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/2M616Jmo24— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 Bayern hikstaði í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði 2-2 jafntefli við Freiburg. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Hin 28 ára gamla Glódís Perla gekk í raðir Bayern 2021 en hún hafði áður spilað með Eskilstuna United og Rosengård í Svíþjóð. Síðan þá hefur Glódís Perla verið mikilvægur hlekkur í vörn liðsins og var til að mynda stór ástæða þess að liðið varð meistari heima fyrir á síðustu leiktíð. Fyrir fimm dögum síðan var svo tilkynnt að Glódís Perla – sem tók við fyrirliðabandi íslenska landsliðsins fyrr á árinu – væri nýr fyrirliði Bayern. Hún er hluti af þriggja manna fyrirliðahóp félagsins en inn á vellinum verður Glódís Perla með bandið. Ekki nóg með það heldur í gær var staðfest að Glódís Perla hefði framlengt samning sinn við félagið til 2026. "I'm very happy about it!" #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/2iV9jmaANW— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 „Við erum lögð af stað í virkilega áhugavert og skemmtilegt ferðalag og það er það sem ég vil vera hluti af. Það er frábært að ég geti verið hérna í þrjú ár í viðbót. Ég er virkilega glöð og vil reyna að leggja eins mikið af mörkum og ég get fyrir liðið,“ sagði Glódís Perla á heimasíðu Bayern eftir undirskriftina. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Í kjölfar tilkynninganna tveggja má segja að Glódís Perla hafi verið áberandi, bæði á samfélagsmiðlum félagsins sem og í miðborg München. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) This view though... #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/NILHCZASwG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 FC Bayern World right now... #MiaSanMia #FCBayern @glodisperla pic.twitter.com/2M616Jmo24— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 20, 2023 Bayern hikstaði í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði 2-2 jafntefli við Freiburg.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira