Fótbolti

Sou­ness getur ekki hætt að gagn­rýna Pogba

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.
Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images

Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat).

Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United.

Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur.

„Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba.

„Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl.

Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi.

Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×