Fótbolti

Dag­skráin í dag: Blikar mæta til leiks í Sam­bands­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í kvöld.
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti verður í aðalhlutverki á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í kvöld enda leikið bæði í Evrópu- og Sambandsdeildinni. Blikar spilar sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í Ísrael.

Stöð 2 Sport 2

Sambandsdeildin fer af stað í dag og klukkan 16:35 hefst útsending frá leik Legia Varsjá og Aston Villa sem fram fer í Póllandi. Klukkan 18:50 verður síðan annað enskt lið í eldlínunni þegar Brighton leikur sinn fyrsta Evrópuleik og mætir AEK frá Grikklandi á heimavelli í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 3

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken hefja leik í Evrópudeildinni þegar liðið mætir Leverkusen á útivelli. Leikurinn hefst klukkan 16:35 og klukkan 18:50 verður sýnt beint frá leik West ham og Backa Tapola í sömu keppni.

Stöð 2 Sport 4

Solheim Cup keppnin í golfi hefst á Spáni í dag en þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu í kvennaflokki. Útsending hefst klukkan 16:00.

Klukkan 18:50 verður síðan sýnt beint frá spútnikliði Klaksvík frá Færeyjum en liðið mætir Slovan Bratislava í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram í kvöld og hefst útsending klukkan 19:15.

Vodafone Sport

Liverpool tekur þátt í Evrópudeildinni í vetur og í dag mætir liðið LASK á útivelli. Útsending frá leiknum hefst klukkan 16:35.

Síðan er komið að stóru stundinni hjá Breiðablik. Þeir hefja leik í Sambandsdeildinni og hefst útsending frá leiknum klukkan 18:50 en þeir mæta ísraelska liðinu Tel Aviv á útivelli.

Klukkan 21:00 hefst síðan uppgjörsþáttur kvöldsins þar sem farið verður yfir alla leiki Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×