Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 23:30 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv ræddi við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í Tel Aviv fyrr í dag fyrir komandi leik liðsins gegn Breiðabliki. Vísir/Skjáskot Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“ Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“
Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira