Íslenski boltinn

Mannlegt að gefa eftir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni á laugardaginn.
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni á laugardaginn. Vísir/Hulda Margrét

„Það er mikið undir hjá okkur í kvöld og það er ekki til betri staður heldur en Víkin í bongó og blíðu,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í hádegisfréttum Bylgjunnar en liðið mætir KR í Bestu deild karla í kvöld.

 Ef Víkingar vinna leikinn eða gera jafntefli eru þeir Íslandsmeistarar. Liðið var bikarmeistari á laugardaginn síðasta.

„Við þurfum á virkilega góðum stuðningi að halda í kvöld og jafnvel meira en oft áður. Það er stundum þannig að þegar menn ná einu markmiðið, eins og að vinna titil á laugardaginn að þeir gefi smá eftir, það er bara mannlegt.“

Hann segir að það verði hans verkefni í kvöld og í aðdraganda leiksins að koma sínum mönnum upp á tærnar og fá leikmenn til að gefa hundrað prósent í leikinn.

„Það verður ekki nóg að gefa 95% í þetta í kvöld. KR er einfaldlega með of gott lið. Miðað við hvað er í húfi í kvöld þá munum við leggja allt í sölurnar. KR-ingar eru með sín markmið og það er búið að opnast Evrópubarátta fyrir þá.“

Arnar segir að nokkrir leikmenn séu tæpir í kvöld og munu ekki taka þátt í hópnum en vill ekki gefa það út hverjir það eru.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.