Segist aldrei hafa getað stillt upp sínu besta byrjunarliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 08:31 Erik ten Hag og lærisveinar hans í Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir hönsum gegn Bayern München í kvöld. Michael Regan/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að langur meiðslaliðsti hafi gert það að verkum að hann hafi aldrei hafa getað stillt upp sínu besta byrjunarliði. United sækir Bayern München heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en liðið er án tólf aðalliðsleikmanna sem flestir eru frá vegna meiðsla. Þar á meðal eru Raphael Varane, Mason Mount og Harry Maguire, en enginn þeirra ferðaðist með liðinu til München í vikunni. „Það er alltaf eitthvað, en við verðum bara að finna lausnir á því,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég held að ég hafi aldrei stillt upp okkar besta byrjunarliði, en svona er fótboltinn. Þú verður að finna lausnir. Ég elska að vera í svona stöðu þar sem þú þarft að vita hvað þú átt að gera og einbeita þér að verkefninu.“ Þá eru þeir Antony og Jadon Sancho ekki með liðinu af öðrum ástæðum en vegna meiðsla. Antony var á dögunum sakaður um heimilisofbeldi í garð kærustu sinnar og Sancho hefur ekki æft með liðinu undanfarið eftir að honum og Ten Hag lenti saman. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska til þessa og liðið situr í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir fimm umferðir. United á því erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heimsækir þýska stórveldið Bayern München í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur Bayern München og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
United sækir Bayern München heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en liðið er án tólf aðalliðsleikmanna sem flestir eru frá vegna meiðsla. Þar á meðal eru Raphael Varane, Mason Mount og Harry Maguire, en enginn þeirra ferðaðist með liðinu til München í vikunni. „Það er alltaf eitthvað, en við verðum bara að finna lausnir á því,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég held að ég hafi aldrei stillt upp okkar besta byrjunarliði, en svona er fótboltinn. Þú verður að finna lausnir. Ég elska að vera í svona stöðu þar sem þú þarft að vita hvað þú átt að gera og einbeita þér að verkefninu.“ Þá eru þeir Antony og Jadon Sancho ekki með liðinu af öðrum ástæðum en vegna meiðsla. Antony var á dögunum sakaður um heimilisofbeldi í garð kærustu sinnar og Sancho hefur ekki æft með liðinu undanfarið eftir að honum og Ten Hag lenti saman. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska til þessa og liðið situr í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir fimm umferðir. United á því erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heimsækir þýska stórveldið Bayern München í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur Bayern München og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira