Fótbolti

Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti braut­ryðj­endum Breiða­bliks

Aron Guðmundsson skrifar
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Samsett mynd

Veg­ferð karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar til­tekið Tel Aviv, á fimmtu­daginn kemur þegar að Blikar heim­sækja sigur­sælasta lið Ísrael, Mac­cabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum marka­skorara úr ensku úr­vals­deildinni.

Aron Guð­munds­son skrifar frá Tel Aviv, Ísrael.

Um er að ræða stóra stund fyrir ís­lenskan fót­bolta en þetta verður fyrsti leikur ís­lensks karla­liðs í riðla­keppni í Evrópu en auk Blika og Mac­cabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zor­ya Luhansk einnig í B-riðlinum.

Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undan­farið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópu­boltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu.

Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson

Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær ó­bæri­legur fyrir Ís­lending sem var farinn að gíra sig í ís­lenska haustið, slag­veðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kær­komin til­breyting eftir allt of góðan seinni part sumars.

Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot

Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leik­manna Breiða­bliks sem þurfa að puða veru­lega til þess að krækja í úr­slit hér á fimmtu­dags­kvöld.

Leikur Breiðabliks við heima­menn mun hefjast klukkan tíu á fimmtu­dags­kvöld að staðar­tíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum.

Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson

Langt ferðalag að baki

Blikar mættu seint til Tel Aviv í gær­kvöldi eftir morgun­flug frá Kefla­vík, með millilendingu á He­at­hrow flug­velli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúm­lega fjögurra klukku­stunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. 

Boðað hefur blaða­manna­funda seinna í dag þar sem Robbie Kea­ne, þjálfari Mac­cabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari Breiða­bliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. 

Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv

Í kjöl­farið munu Blikar æfa á keppnis­velli morgun­dagsins Bloom­fi­eld leik­vanginum, sem tekur tæp­lega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leik­daginn sjálfan.

Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.