Svöruðu landsliðskallinu þrátt fyrir verkfallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 18:01 Olga Carmona er ein þeirra sem mætti til móts við liðið í dag. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images Nokkrar af þeim spænsku landsliðskonum sem hafa verið í verkfalli undanfarið mættu til æfinga með liðinu í dag þrátt fyrir að þær hafi ítrekað að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar. Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01
Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31