Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2023 15:21 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér ósköpin á pallinum við veiðihús Langadalsár í Ísafjarðardjúpi í dag. Hluta eldislaxins sem tekist hefur að veiða má sjá á myndinni. jón kaldal Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. „Ferðin var skipulögð löngu áður en þessar hamfarir vegna eldislaxanna frá Arctic Fisk í íslenskum ám hófust,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Hann er á heimleið með hóp blaðamanna en Patagonia, sem gefur út bókina þýdda á ensku, skipulagði sértaka ferð um Vestfirði þar sem til stóð að þeir fengju að kynnast íslensku sjókvíaeldi. Og spyrja eldismenn út í starfsemina en þeir lentu þess í stað í miðjum hamförunum. „Mestu kreppu sem þessi sjókvíaiðnaður hefur staðið frammi fyrir og líka, íslenskur laxastofn því þessir storkulaxar fara nú upp allar ár og vill erfðablandast,“ segir Jón. Eldisfyrirtækin vilja ekki hitta blaðamennina Í Reykjavík stendur til að hitta annan höfund bókarinnar, norskan rannsóknarblaðamann sem skrifaði bókina um sögu laxeldisins í Noregi og hvernig það hefur teygt sig til annarra landa. Kafli um Ísland er í bókinni. Jón Kaldal segist ekki vita hvað þurfi til að augu ráðamanna opnist. Ef þeim er sama um íslenska laxastofninn þá ættu þeir að segja það og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. En ekki þykjast láta sig hann nokkru varða því aðgerðaleysi þeirra er afstaða.vísir/vilhelm „Arnarlax gat ekki hitt okkur. Artic Fish vildi ekki taka þátt í panel-umræðum heldur, en fulltrúi þeirra var til í að hitta hluta af fjölmiðlafólkinu án þess að fulltrúar náttúruverndarsamtaka væru viðstaddir,“ segir Jón Kaldal. En meðal þeirra sem tilheyra hópnum eru Graham Lawton – New Scientist, James Coates – Trout and Salmon magazine, Paola Adranga – La Repubblica - Green & Blue, Marco Grieco – L'Espresso og Olivia Martins – Forster Communications. Í stað þess að ræða í rólegheitum og fram og til baka efni bókarinnar lentu þessir blaðamenn í miðjum hamförum. Og eiga alveg örugglega eftir að greina frá þeim í miðlum sínum. Meðfylgjandi mynd sýnir fjölmiðlafólkið á pallinum við veiðihús Langadalsár í Ísafjarðardjúpi í dag. Staðarhaldarar þar hafa ekki haft undan við að fjarlægja eldislax úr ánni og sér ekki fyrir enda á því verkefni. Staðahaldari í veiðihúsi Langadalsár í Ísafjarðardjúpi, sem er tær og lítil á, hafa ekki haft undan við að fjarlægja eldislax úr ánni. Erlendu blaðamennirnir lentu óvænt í miðjum hamförum á Íslandi og hafa því um sitthvað að skrifa í miðla sína.jón kaldal Fagnar frumkvæði Mast Og hlutirnir gerst nú hratt. Nú síðdegis tilkynnti Mast að stofnunin hafi farið fram á lögreglurannsókn og beinir því til fjölmiðla að leita svara hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Ég fagna þessu frumkvæði hjá Mast. Frá því við fréttum af þessu slysi höfum við einmitt vísað til þessarar sömu lagagreinar og Mast bendir á. Þar skiptir ekki máli hvort það sé af ásetningi eða gáleysi, niðurstaðan er sú sama,“ segir Jón. Hann segir að það sem nú sé að gerast sé þyngra en tárum taki. Sorglegt sé að verða vitni að þessu. Náttúruverndarsamtök hafi árum saman verið að benda á að þessi sé saga iðnaðarins allstaðar þar sem hann hefur komið sér fyrir. „Fulltrúar þessa iðnaðar hafa sagt að þeir myndu ekki missa fisk, þeir misstu fisk. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Artic Fish sagði að þetta ætti ekki að geta gerst í viðtali hjá Mogganum fyrir tveimur mánuðum. Þrátt fyrir að þetta hafi þá þegar gerst. Og þeir enn að halda því fram að þetta geti ekki gerst. Eldisfiskurinn hefur verið að sleppa látlaust en ekki með eins áberandi hætti og nú. Þeir sögðu okkur líka að laxalús yrði ekki vandamál í íslensku sjókvíaeldi. Þessi fyrirtæki hafa verið að hella skordýraeitri í sjóinn á hverju ári frá 2017. Þessir fulltrúar sögðu okkur að sjúkdómar yrðu ekki vandamál. Í fyrra þurfti fiskeldi Austfjarða að slátra öllu uppúr sínum kvím vegna þess að blóðþorri, sem er skelfilegur sjúkdómur, kom þar upp.“ Hvað þarf til að vekja ráðamenn? Jón segir þetta þannig ekki eitt, heldur allt. Og það sárgrætilega sé að þessi saga hafi verið skrifuð og gefin út í bókum og heimildamyndum í öðrum löndum. „Við erum að endurtaka öll sömu mistök og nágrannaþjóðir okkar. Við höfum leyft þessum iðnaði að ná fótfestu í fjörðunum. Það nýjasta eru þessir norsku kafarar sem mættir eru til lands, eins og í grínmynd, í kafarabúningi með skutla og ætla að hreinsa eldislax úr ám. Ef varnaðarorðum okkar var ekki trúað áður, en þetta er nokkuð sem við höfum verið að benda á um árabil, þá veit ég ekki hvað hægt er að gera til að opna augu ráðamanna okkar.“ Jón segir að ferð fjölmiðlafólksins hafi reynst dramatískari en nokkurn gat órað fyrir. Og hann er ekki í vafa um að fjölmiðlar Evrópu muni greina frá þessum hamförum í sínum miðlum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir orðspor Íslands sem hreins lands. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Bókaútgáfa Stjórnsýsla Fiskeldi Tengdar fréttir Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Ferðin var skipulögð löngu áður en þessar hamfarir vegna eldislaxanna frá Arctic Fisk í íslenskum ám hófust,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Hann er á heimleið með hóp blaðamanna en Patagonia, sem gefur út bókina þýdda á ensku, skipulagði sértaka ferð um Vestfirði þar sem til stóð að þeir fengju að kynnast íslensku sjókvíaeldi. Og spyrja eldismenn út í starfsemina en þeir lentu þess í stað í miðjum hamförunum. „Mestu kreppu sem þessi sjókvíaiðnaður hefur staðið frammi fyrir og líka, íslenskur laxastofn því þessir storkulaxar fara nú upp allar ár og vill erfðablandast,“ segir Jón. Eldisfyrirtækin vilja ekki hitta blaðamennina Í Reykjavík stendur til að hitta annan höfund bókarinnar, norskan rannsóknarblaðamann sem skrifaði bókina um sögu laxeldisins í Noregi og hvernig það hefur teygt sig til annarra landa. Kafli um Ísland er í bókinni. Jón Kaldal segist ekki vita hvað þurfi til að augu ráðamanna opnist. Ef þeim er sama um íslenska laxastofninn þá ættu þeir að segja það og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. En ekki þykjast láta sig hann nokkru varða því aðgerðaleysi þeirra er afstaða.vísir/vilhelm „Arnarlax gat ekki hitt okkur. Artic Fish vildi ekki taka þátt í panel-umræðum heldur, en fulltrúi þeirra var til í að hitta hluta af fjölmiðlafólkinu án þess að fulltrúar náttúruverndarsamtaka væru viðstaddir,“ segir Jón Kaldal. En meðal þeirra sem tilheyra hópnum eru Graham Lawton – New Scientist, James Coates – Trout and Salmon magazine, Paola Adranga – La Repubblica - Green & Blue, Marco Grieco – L'Espresso og Olivia Martins – Forster Communications. Í stað þess að ræða í rólegheitum og fram og til baka efni bókarinnar lentu þessir blaðamenn í miðjum hamförum. Og eiga alveg örugglega eftir að greina frá þeim í miðlum sínum. Meðfylgjandi mynd sýnir fjölmiðlafólkið á pallinum við veiðihús Langadalsár í Ísafjarðardjúpi í dag. Staðarhaldarar þar hafa ekki haft undan við að fjarlægja eldislax úr ánni og sér ekki fyrir enda á því verkefni. Staðahaldari í veiðihúsi Langadalsár í Ísafjarðardjúpi, sem er tær og lítil á, hafa ekki haft undan við að fjarlægja eldislax úr ánni. Erlendu blaðamennirnir lentu óvænt í miðjum hamförum á Íslandi og hafa því um sitthvað að skrifa í miðla sína.jón kaldal Fagnar frumkvæði Mast Og hlutirnir gerst nú hratt. Nú síðdegis tilkynnti Mast að stofnunin hafi farið fram á lögreglurannsókn og beinir því til fjölmiðla að leita svara hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Ég fagna þessu frumkvæði hjá Mast. Frá því við fréttum af þessu slysi höfum við einmitt vísað til þessarar sömu lagagreinar og Mast bendir á. Þar skiptir ekki máli hvort það sé af ásetningi eða gáleysi, niðurstaðan er sú sama,“ segir Jón. Hann segir að það sem nú sé að gerast sé þyngra en tárum taki. Sorglegt sé að verða vitni að þessu. Náttúruverndarsamtök hafi árum saman verið að benda á að þessi sé saga iðnaðarins allstaðar þar sem hann hefur komið sér fyrir. „Fulltrúar þessa iðnaðar hafa sagt að þeir myndu ekki missa fisk, þeir misstu fisk. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Artic Fish sagði að þetta ætti ekki að geta gerst í viðtali hjá Mogganum fyrir tveimur mánuðum. Þrátt fyrir að þetta hafi þá þegar gerst. Og þeir enn að halda því fram að þetta geti ekki gerst. Eldisfiskurinn hefur verið að sleppa látlaust en ekki með eins áberandi hætti og nú. Þeir sögðu okkur líka að laxalús yrði ekki vandamál í íslensku sjókvíaeldi. Þessi fyrirtæki hafa verið að hella skordýraeitri í sjóinn á hverju ári frá 2017. Þessir fulltrúar sögðu okkur að sjúkdómar yrðu ekki vandamál. Í fyrra þurfti fiskeldi Austfjarða að slátra öllu uppúr sínum kvím vegna þess að blóðþorri, sem er skelfilegur sjúkdómur, kom þar upp.“ Hvað þarf til að vekja ráðamenn? Jón segir þetta þannig ekki eitt, heldur allt. Og það sárgrætilega sé að þessi saga hafi verið skrifuð og gefin út í bókum og heimildamyndum í öðrum löndum. „Við erum að endurtaka öll sömu mistök og nágrannaþjóðir okkar. Við höfum leyft þessum iðnaði að ná fótfestu í fjörðunum. Það nýjasta eru þessir norsku kafarar sem mættir eru til lands, eins og í grínmynd, í kafarabúningi með skutla og ætla að hreinsa eldislax úr ám. Ef varnaðarorðum okkar var ekki trúað áður, en þetta er nokkuð sem við höfum verið að benda á um árabil, þá veit ég ekki hvað hægt er að gera til að opna augu ráðamanna okkar.“ Jón segir að ferð fjölmiðlafólksins hafi reynst dramatískari en nokkurn gat órað fyrir. Og hann er ekki í vafa um að fjölmiðlar Evrópu muni greina frá þessum hamförum í sínum miðlum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir orðspor Íslands sem hreins lands.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Bókaútgáfa Stjórnsýsla Fiskeldi Tengdar fréttir Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01