Innlent

MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa

Jakob Bjarnar skrifar
Sjókvíaeldi í Patreksfirði. Tvö göt á sjókví komu í ljós en skaðinn var skeður og kom á daginn að um 3,500 fiskar sluppu út. Hafa þeir leitað upp ár og er skaðinn talinn ómetanlegur.
Sjókvíaeldi í Patreksfirði. Tvö göt á sjókví komu í ljós en skaðinn var skeður og kom á daginn að um 3,500 fiskar sluppu út. Hafa þeir leitað upp ár og er skaðinn talinn ómetanlegur. Vísir/Einar

Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi.

Atvikið sem vísað er til er margumrætt stork eldislaxa úr kví við Kvígindisdal í Patreksfirði. En tvö göt á kví þar komu í ljós eftir dúk og disk. Fjölmargar fréttir af strokulaxi sem leitað hefur upp ár fyrir vestan og norðan hafa fylgt í kjölfarið en fram hefur komið að 3.500 fiska hafi vantað í kvína.

„Samkvæmt 22. gr laganna varðar það stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar, ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi,“ segir í tilkynningu sem finna má á vef Mast.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur málið til meðferðar en Matvælastofnun tekur fram í skeyti sínu að það veiti ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×