Enski boltinn

Meiðsla­listi Chelsea metinn á 65 milljarða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wesley Fofana er meðal þeirra leikmanna sem eru á meiðslalistanum. Hann kostaði 75 milljónir punda.
Wesley Fofana er meðal þeirra leikmanna sem eru á meiðslalistanum. Hann kostaði 75 milljónir punda. Catherine Ivill/Getty Images

Gríðarleg meiðsli herja á leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hægt væri að stilla upp 11 manna byrjunarliði með leikmönnum sem eru frá keppni um þessar mundir.

Chelsea hefur byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins fimm stig að loknum fimm umferðum. Mauricio Pochettino hefur ekki enn getað stillt upp sínu sterkasta liði en það virðist sem nýr leikmaður meiðist á hverjum degi.

Sem dæmi má taka að miðjumennirnir Roméo Lavia og Moisés Caicedo eru meiddir en þeir gengu til liðs við Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á áttu að fylla skarðið sem N´Golo Kanté skildi eftir.

Á samfélagsmiðlum Match of the Day, hins gríðarvinsæla sjónvarpsþátt sem fer yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, sjá úrvalslið meiddra leikmanna hjá Chelsea. Stillt er upp í 11 manna byrjunarlið sem kostaði Chelsea samtals 385 milljónir punda eða 65 milljarða íslenskra króna.

Næsti leikur Chelsea er gegn Aston Villa á Brúnni í Lundúnum þann 24. september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.