Leikmenn United séu með rétt hugarfar en efast um gæðin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 14:31 Fary Neville efast um gæði leikmannahóps Manchester United. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur trú á því að leikmenn liðsins séu með rétt hugarfar undir stjórn Erik ten Hag. Hann efast þó um að þeir séu nógu góðir. Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“ Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira