Segist sjá eftir því að hafa ekki skipt um markmann í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 09:30 Stuðningsmenn Arsenal mega búast við því að Mikel Arteta nýti skiptingar í leikjum vetrarins til að skipta um markmann. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist oft hafa hugsað um það að skipta um markmann í miðjumn leik og að hann sjái eftir því að hafa ekki gert það hingað til. Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira