Stýrði liðinu til síns fyrsta sigurs í efstu deild eftir 16 ár í starfi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 08:30 Frank Schmidt fagnaði 16 ára þjálfaraafmælinu með því að vinna fyrsta sigur Heidenheim í efstu deild frá upphafi. Sebastian Widmann/Getty Images Frank Schmidt, þjálfari Heidenheim, varð í gær sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans, sama dag og félagið vann sinn fyrsta leik í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni. Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik. Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik.
Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira