Erlent

Þrjú ung­börn fundust látin í kjallara í Pól­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Vitni verða yfirheyrð næstu daga og börnin krufin í dag.
Vitni verða yfirheyrð næstu daga og börnin krufin í dag. Vísir/EPA

Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar. 

Lík þriggja ungbarna fundust í kjallara í hús í Czerniki í norðurhluta Póllands á föstudag. Pökkuð í poka og jörðuð. Tvö voru handtekin á vettvangi. Karlmaður á sextugsaldri og tvítug dóttir hans. Greint er frá á pólska miðlinum Radio Gdansk. 

Á pólskum miðlum segir að við handtöku hafi í fyrstu aðeins eitt látið ungbarn fundist en eftir að feðginin voru handtekin fundust tvö til viðbótar við leit, á föstudag og svo á laugardag. Maðurinn og stúlkan hafa bæði verið kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 

Maðurinn er grunaður um að hafa brotið á dóttur sinni kynferðislega. Stúlkan er talin móðir í það minnsta eins barnsins. 

Lögregla á vettvangi við heimili feðginanna. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og málið enn til rannsóknar. Vísir/EPA

Börnin verða samkvæmt pólska miðlinum TVN24 öll krufin í dag, sunnudag. Mikill viðbúnaður hefur verið á vettvangi alla helgina en þar hefur lögregla notað til dæmis 3D skanna og hunda við leit. Vitni verða næst yfirheyrð en málið er áfram til rannsóknar.

Haft er eftir Mariusz Duszyński frá saksóknaraembættinu í Gdansk að konan hafi verið kærð fyrir manndráp og sifjaspell. Hann segir hana eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna manndrápsins en þriggja til fimm mánaða fangelsisvist vegna sifjaspellsins.

Maðurinn hefur verið kærður fyrir sömu glæpi en hann er grunaður um að hafa brotið á tveimur dætrum sínum, þeirri sem var handtekin auk annarrar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×