Nærri allt liðið missti af fluginu vegna kaffibolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 23:01 Ekki kemur fram hvaða leikmenn misstu af fluginu. Gabriel Jimenez Lorenzo/Getty Images Leikur Sevilla og Las Palmas í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni, var tímabundið í hættu eftir að nærri allt lið Las Palmas ákvað að fá sér kaffibolla á flugvellinum áður en flogið var til Andalúsíu. Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira