Fótbolti

Orri Steinn skoraði í toppslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn heldur áfram að gera það gott í Kaupmannahöfn.
Orri Steinn heldur áfram að gera það gott í Kaupmannahöfn. Vísir/Getty Images

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu 2-2 jafntefli við Nordsjælland á útivelli í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins.

Orri Steinn kom meisturunum yfir með góðri afgreiðslu eftir undirbúning Elias Achouri á sjöundu mínútu. Jeppe Tverskov jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn og allt jafnt í hálfleik.

Mohamed Elyounoussi kom FCK yfir á nýjan leik í upphaf síðari hálfleiks og skömmu síðar skoraði FCK aftur en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Orri Steinn var nýfarinn af velli þegar Martin Frese jafnaði metin fyrir heimamenn á 62. mínútu. Þar sem mörkin urðu ekki fleiri lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

FCK er áfram á toppi deildarinnar með 19 stig að loknum 8 leikjum. Nordsjælland er þar á eftir með 17 stig og Bröndby er í 3. sæti með 15 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×