Fótbolti

Nice lagði PSG í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ousmane Dembélé og félagar töpuðu í kvöld.
Ousmane Dembélé og félagar töpuðu í kvöld. Franco Arland/Getty Images

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain töpuðu 2-3 fyrir Nice á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Terem Moffi kom gestunum yfir strax á 21. mínútu en Kylian Mbappé jafnaði metin skömmu síðar og reyndust það einu mörk fyrri hálfleiks. Moffi lagði upp annað mark Nice þegar hann gaf á Gaetan Laborde þegar 53 mínútur voru liðnar og staðan orðin 1-2.

Moffi bætti svo við öðru marki sínu á 69. mínútu og gestirnir í góðum málum. Mbappé minnkaði muninn undir lok leiks en nær komust gestirnir ekki og leiknum lauk með sigri gestanna, lokatölur í París 2-3.

Nice er í 2. sæti með 9 stig að loknum 5 leikjum á meðan PSG er sæti neðar með 8 stig. Monaco er á toppnum með 10 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×