Fótbolti

Le­verku­sen á toppnum eftir að ná í stig gegn Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jöfnunarmarkinu fagnað.
Jöfnunarmarkinu fagnað. Lars Baron/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München gerðu 2-2 jafntefli við Bayer Leverkusen í eina leik dagsins í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Gestirnir í Leverkusen jöfnuðu metin í blálokin.

Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og því mátti búast við hörkuleik. Harry Kane heldur áfram á sömu braut en hann kom Bayern yfir á sjöundu mínútu leiksins. Hans fjórða mark í fjórum leikjum. Alejandro Grimaldo jafnaði metin fyrir Leverkusen og staðan jöfn í hálfleik.

Leon Goretzka hélt hann hefði tryggt Bæjurum sigurinn með marki á 86. mínútu en í uppbótartíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Exequiel Palacios fór á punktinn og jafnaði metin.

Dayot Upamecano kom boltanum í netið á áttundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Eftir fjóra leiki eru Leverkusen og Bayern jöfn á toppnum með 10 stig hvort. Leverkusen trónir þó á toppnum þar sem liðið er með betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×