Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 22:46 Hallgrímur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli, þar sem leikur morgundagsins fer fram. Vísir/Anton Brink „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. „Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
„Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira