Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 17:31 Þær Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina gefa ekki kost á sér í næsta verkefni Spánar. Maddie Meyer/Getty Images Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira