Ten Hag um Sancho: „Kúltúrinn innan félagsins var ekki góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2023 14:30 Jadon Sancho og Erik ten Hag þegar sambandið milli þeirra var öllu betra en nú. getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann hafi þurft að stíga fast til jarðar hjá félaginu og innleiða aga hjá því. Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira