Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 18:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um bann á hvalveiðum. Frumvarpið hefur verið lagt fram á þingi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands. Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands.
Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34