Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 14:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er ánægð með breytingarnar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira