Fótbolti

Heldur vart vatni yfir Í­saki sem hefur komið inn af krafti í Þýska­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf
Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Vísir/Getty

Ó­hætt er að segja að ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Skaga­maðurinn Ísak Berg­mann Jóhannes­son, hafi náð að heilla þjálfara Fortuna Dus­seldorf upp úr skónum á sínum fyrstu mánuðum hjá fé­laginu. Daniel Thiou­ne, þjálfari liðsins, á erfitt með að skilja hvernig Fortuna hafi náð að krækja í leik­mann sem ætti með öllu réttu að vera spila á hærra gæða­stigi.

Frá þessu greinir Thiou­ne í sam­tali við þýska vef­miðilinn Bild en Ísak Berg­mann gekk til liðs við Fortuna Dus­seldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýska­landi, frá danska meistara­liðinu FC Kaup­manna­höfn.

„Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leik­mann á undan okkur.“

Daniel ThiouaneVísir/Getty

Ísak sé al­gjör demantur fyrir þjálfara að vinna með.

„Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thiou­ne en Ísak hefur átt lykil­þátt í góðri byrjun Fortuna Dus­seldorf á yfir­standandi tíma­bili í Þýska­landi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar.

Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. 

Hinn tví­tugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dus­seldorf eftir að tæki­færin með aðal­liði FC Kaup­manna­hafnar fóru að vera af skornum skammti.

Hjá danska liðinu varð hann í tví­gang danskur meistari og einu sinni danskur bikar­meistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoð­sendingar.

Ísak á að baki 20 A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er upp­alinn hjá ÍA á Akra­nesi og er sonur fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­mannsins Jóhannesar Karls Guð­jóns­sonar sem er nú að­stoðar­þjálfari ís­lenska lands­liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×