Móðir Maguire tjáir sig: „Óska þess að enginn verði fyrir svona aðkasti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 10:31 Móðir Harry Maguire hefur fengið nóg af því aðkasti sem beint er í garð sonar hennar. Móðir Harry Maguire, leikmanns enska landsliðsins í fótbolta og Manchester United, segir það taka mjög á að horfa upp á hann þurfa að ganga í gegnum það aðkast sem beint hefur verið að honum undanfarið. Hún óski engum að ganga í gegnum það sem sonur hennar er að ganga í gegnum. Zoe Maguire, móðir Harry, tjáir sig í færslu á samfélagsmiðlum en í kjölfar nýafstaðins landsleikjahlés hefur mikið verið rætt um stöðu Harry Maguire sem hefur mátt þola allskonar aðkast í sinn garð, bæði í leikjum með enska landsliðinu sem og Manchester United. „Sem móðir finnst mér það óásættanlegt þegar að ég sé neikvæðu og niðrandi ummælin sem hann fær frá stuðningsmönnum, sérfræðingum og fjölmiðlum í sinn garð. Og það væri einnig staðan það í sama hvað atvinnugrein væri um að ræða.“ Stuðningsmenn Skotlands fögnuðu hæðnislega hverri heppnaðri sendingu sem Maguire kom frá sér í vináttuleik Englands og Skotlands á dögunum og þá hafði hann lent í svipaðri uppákomu í leik með Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. „Ég skil að í heimi fótboltans eru hæðir og lægðir, jákvæðir hlutir sem og neikvæðir en það sem hefur verið sagt og beint í garð sonar míns er eitthvað sem nær langt út fyrir fótboltann.“ Hún segir það taka á að sjá son sinn þurfa að ganga í gegnum það sem hann er að ganga „Ég myndi hata það að sjá annan leikmann og foreldra hans ganga gegnum það sem við höfum verið að ganga í gegnum, sér í lagi ef um er að ræða unga stráka og stelpur sem eru að reyna feta þennan stíg í dag.“ Harry sé með stórt hjarta og sé að standa sig vel. „Hann er sterkur andlega og getur tekist á við þetta á meðan að aðrir myndu ekki gera það. Ég óska þess að enginn verði fyrir svona aðkasti.“ Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester á rúmar 89 milljónir punda eftir að hafa heillað hjá Leicester City. Hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að halda góðu gengi gangandi og hefur oft á tíðum fengið að heyra það frá stuðningsmönnum sem og knattspyrnusérfræðingum. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Zoe Maguire, móðir Harry, tjáir sig í færslu á samfélagsmiðlum en í kjölfar nýafstaðins landsleikjahlés hefur mikið verið rætt um stöðu Harry Maguire sem hefur mátt þola allskonar aðkast í sinn garð, bæði í leikjum með enska landsliðinu sem og Manchester United. „Sem móðir finnst mér það óásættanlegt þegar að ég sé neikvæðu og niðrandi ummælin sem hann fær frá stuðningsmönnum, sérfræðingum og fjölmiðlum í sinn garð. Og það væri einnig staðan það í sama hvað atvinnugrein væri um að ræða.“ Stuðningsmenn Skotlands fögnuðu hæðnislega hverri heppnaðri sendingu sem Maguire kom frá sér í vináttuleik Englands og Skotlands á dögunum og þá hafði hann lent í svipaðri uppákomu í leik með Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. „Ég skil að í heimi fótboltans eru hæðir og lægðir, jákvæðir hlutir sem og neikvæðir en það sem hefur verið sagt og beint í garð sonar míns er eitthvað sem nær langt út fyrir fótboltann.“ Hún segir það taka á að sjá son sinn þurfa að ganga í gegnum það sem hann er að ganga „Ég myndi hata það að sjá annan leikmann og foreldra hans ganga gegnum það sem við höfum verið að ganga í gegnum, sér í lagi ef um er að ræða unga stráka og stelpur sem eru að reyna feta þennan stíg í dag.“ Harry sé með stórt hjarta og sé að standa sig vel. „Hann er sterkur andlega og getur tekist á við þetta á meðan að aðrir myndu ekki gera það. Ég óska þess að enginn verði fyrir svona aðkasti.“ Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester á rúmar 89 milljónir punda eftir að hafa heillað hjá Leicester City. Hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að halda góðu gengi gangandi og hefur oft á tíðum fengið að heyra það frá stuðningsmönnum sem og knattspyrnusérfræðingum.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira