Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna en að hún leiti frekar til „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Vísir/Ívar Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.
Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21