Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna en að hún leiti frekar til „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Vísir/Ívar Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.
Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21