Fótbolti

Verratti genginn til liðs við Aron Einar og félaga í Al-Arabi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Marco Verratti í leik með PSG.
Marco Verratti í leik með PSG. vísir/getty

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur gengið til liðs við Al-Arabi í Katar. Hann hittir þar Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða Íslands, sem hefur leikið með félaginu síðan 2019. 

Eftir langan aðdraganda hafa PSG og Al-Arabi loks gengið frá samningum sín á milli og Verratti mun ganga til liðs við Katarska félagið. Kaupverðið hljóðar upp á 45 milljónir evra en Fabrizio Romano staðfesti þetta á X-síðu sinni. 

Það var fyrir löngu ljóst að PSG vildi losa sig við leikmanninn og sögusagnir hafa verið á kreiki í allt sumar að Verratti sé á förum. Mið-Austurlöndin virtust líklegasti áfangastaðurinn en upphaflega var talið að hann myndi fara til Sádí-Arabíu. 

Þessi félagsskipti setja spurningarmerki við stöðu Arons Einars hjá félaginu, en leikmennirnir spila báðir sömu stöðu og Aron gæti því þurft að sætta sig við færri mínútur inni á vellinum. Auk þessa eru reglugerðir í Katar sem leyfa liðinu ekki að hafa fleiri en 7 erlenda leikmenn á skrá hverju sinni, Verratti er sá áttundi og liðið mun því þurfa að losa einhvern undan samningi.  


Tengdar fréttir

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×