Fótbolti

Spilar með kviðmági sínum í ítalska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalska liðið fyrir leikinn gegn Úkraínu.
Ítalska liðið fyrir leikinn gegn Úkraínu. getty/Stefano Guidi

Tveir leikmenn ítalska karlalandsliðsins í fótbolta tengjast á nokkuð athyglisverðan hátt.

Ítalía sigraði Úkraínu, 2-1, í undankeppni EM 2024 í gær. Þetta var fyrsti sigur ítalska liðsins undir stjórn Lucianos Spalletti.

Nicolo Zaniolo og Mattia Zaccagni voru báðir í byrjunarliði Ítalíu sem er í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með sjö stig eftir fjóra leiki, sex stigum á eftir toppliði Englands.

Zaccagni, sem leikur með Lazio, spilaði sinn þriðja landsleik í gær en Aston Villa-maðurinn Zaniolo sinn fjórtánda.

Zaccagni er giftur áhrifavaldinum Chiöru Nasti. Hún var áður í sambandi með Zaniolo en þau hættu saman í apríl 2021. Eftir það byrjuðu þau Zaccagni saman. Þau eignuðust son í nóvember á síðasta ári og giftust fyrir tveimur mánuðum.

Zaccagni lagði upp fyrra mark Ítalíu fyrir Davide Frattesi í sigrinum á Úkraínu. Frattesi skoraði bæði mörk ítalska liðsins í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×