Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:25 Mótmælendur sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum létu heyra vel í sér á Austurvelli við þingsetningu í dag. Vísir/Arnar Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira