Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:25 Mótmælendur sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum létu heyra vel í sér á Austurvelli við þingsetningu í dag. Vísir/Arnar Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira