Fótbolti

Hefja rann­sókn á máli Ru­bi­a­les sem er sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni

Aron Guðmundsson skrifar
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Getty

Sett hefur verið á laggirnar rannsókn á fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales.

Það er BBC sem greinir frá tíðindunum en Rubiales hefur sætt harðri gagnrýni allt frá lokum úrslitaleiks Spánar og Englands á HM kvenna í fótbolta í sumar. 

Jenni Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins, hafði lagt inn kæru á hendur Rubiales, sem smellti á hana óumbeðnum rembingskossi í kjölfar þess að spænska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta. 

Rubiales hefur nýlega greint frá því að han myndi stíga til hliðar úr embætti forseta knattspyrnusambandsins en hann hafði verið tregur til þess að yfirgefa embættið þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum. 

Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og er það nú í höndum fulltrúa dómsvaldsins að rannsaka málið og skera úr um hvort það fari fyrir dóm eða verði vísað frá.

Fari svo að málið fari fyrir dóm og Rubiales verði fundinn sekur um kynferðislega áreitni, gæti hann átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×