Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2023 15:29 Frá vettvangi slyssins í nóvember 2021. RNSA Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira