Melissa Alison Garcia kom Tindastól yfir eftir tæplega 20 mínútna leik en Guðrún Þóra Geirsdóttir jafnaði metin fyrir Selfoss, sem er nú þegar fallið úr deildinni, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Það var svo Hannah Jane Cade sem sá til þess að Stólar fara með gríðarlega mikilvæg þrjú stig norður yfir heiðar með marki sínu úr vítaspurnu þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum.
Tindastóll hefur 23 stig eftir þennan sigur en ÍBV og Keflavík eru þar fyrir neðan með 21 stig hvort lið.
Í lokaumferðinni fær Tindastóll svo ÍBV í heimsókn og Keflavík og Selfoss leiða saman hesta sína suður með sjó.