Fótbolti

Brynjar Ingi kallaður inn í landsliðshópinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga.
Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður inn í landsliðshóp karla í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu á mánudagskvöldið.

Ísland tapaði 3-1 gegn Lúxemborg á útivelli í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Leikur íslenska liðisins var einn sá slakasti í langan tíma og ekki bætti úr skák að Hörður Björgvin Magnússon var rekinn af velli í síðari hálfleiknum.

Hörður Björgvin verður í leikbanni í leiknum gegn Bosníu og Hersegóvínu á mánudaginn og þar sem frekar fáir miðverðir voru í landsliðshópnum fyrir þá hefur Brynjar Ingi Bjarnason verið kallaður inn í hópinn fyrir leikinn á mánudag.

Brynjar Ingi leikur með norska liðinu HamKam og á 14 A-landsleiki að baki. Guðlaugur Victor Pálsson lék í stöðu miðvarðar í kvöld og þá er varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson einnig í hópnum.

Leikur Íslands og Bosníu og Hersegóvínu fer fram á Laugardalsvelli á mánudaginn og hefst klukkan 18:45. Hann verður í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×