Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. september 2023 22:01 Åge Hareide hefur um margt að hugsa eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Vísir/Getty Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. „Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
„Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira