Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. september 2023 22:01 Åge Hareide hefur um margt að hugsa eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Vísir/Getty Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. „Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
„Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira