Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum Árni Jóhannsson skrifar 8. september 2023 21:20 Alfreð var svekktur með ýmislegt í kvöld Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins. Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43