„Við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 20:59 Jóhann Berg var fyrirliði Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði liðið hafa gert mistök á báðum endum vallarins. „Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
„Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira