Innlent

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísa­bet Péturs­dóttir verði for­stjóri frá 16. októ­ber þangað til nýr for­stjóri tekur við.

„Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmti­legur og lær­dóms­ríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upp­hafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslu­lítill í störfum innan heil­brigðis­kerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í til­kynningu stofnunarinnar.

Hann segir fjöl­margt hafa á­unnist í starfi sínu síðast­liðin fimm ár. Niður­stöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í saman­burði við systur­stofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum saman­burði.

„Við höfum gert tals­verðar breytingar til að sam­eina stofnunina í eina heild, gert sam­skipti innan stofnunarinnar skil­virkari, tekið í gagnið fjöl­mörg tölvu­kerfi, sett á fót geð­teymi, keypt þrjú stór mynd­greininga­tæki og endur­nýjað skurð- og slysa­stofur, þjálfað vett­vangs­liða, tekið skjala­með­höndlun fastari tökum, gefið aftur út árs­skýrslur og haldið árs­fundi, inn­leitt jafn­launa­vottun og per­sónu­vernd, inn­leitt nýtt út­lit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka við­brögð við Co­vid-far­aldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“

Gylfi segir þó að auð­vitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með tals­verðum halla, hús­næðis­mál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug á­skorun, sér­stak­lega í lækna­liðinu.

„Aðal­at­riðið er þó þetta: Hið raun­veru­lega mark­mið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjöl­breytta og góða heil­brigðis­þjónustu og það hefur tekist. Heilsu­gæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurð­þjónustan stendur ó­högguð þó gefið hafi á bátinn og að­stæður séu oft erfiðar. Starfs­fólkið er frá­bært.“

Hann segir tæki­færin á Vest­fjörðum gríðar­leg en hugur sinn leiti í önnur verk­efni á heima­slóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla at­hygli for­stjórans.

Stefnt er að því að Hildur Elísa­bet Péturs­dóttir fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar verði sett for­stjóri frá 16. októ­ber, og Rann­veig Björns­dóttir deildar­stjóri sjúkra­deildar verði fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar þangað til nýr for­stjóri hefur verið skipaður. Heil­brigðis­ráðu­neytið mun aug­lýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í til­kynningu stofnunarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×