Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 14:24 Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira