Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 21:18 Eriksen fékk þó ekki að eiga boltann. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira