Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 16:16 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.
Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent