Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 11:30 Åge Hareide varð að sætta sig við tap, 2-1 gegn Slóvakíu, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands á laugardaginn. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. „Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
„Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira