Myndir úr Hvalfirði og vefmyndavél Faxaflóahafna við Grundartanga staðfesta þetta en ekki hefur náðst í Kristján Loftsson við vinnslu fréttarinnar.
Kristján sagði í samtali við fréttastofu í gær að veiðarfæri yrðu sótt inn í Hvalfjörð og lagt af stað á miðin í morgun. Það stóðst ekki og því má reikna með því að veiðar hefjist ekki fyrr en birta tekur í fyrramálið.

