Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 10:12 Micah Garen, kvikmyndagerðarmaður og aðgerðasinni, var einn stuðningsmanna kvennanna sem var við Reykjavíkurhöfn í alla nótt. Vísir/Arnar Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Konurnar tvær hafa nú dvalið í tunnunum í Hval 8 og 9 í meira en sólarhring. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að hvalveiðar hefjist. Önnur kvennanna, Anahita Babaei, í Hval 9 hefur verið án vatns og matar eftir að lögreglumaður tók af henni bakpoka strax á fyrsta klukkutíma mótmælanna í gærmorgun. Micah Garen, kvikmyndagerðarmaður og vinur Önuhitu, var einn af um sex stuðningsmönnum kvennanna sem var við Reykjavíkurhöfn í alla nótt. Hann segir fólkið hafa áhyggjur af heilsu Önuhitu og að hún kunni að örmagnast úr vökvaskorti og kulda. Svefnpoki hennar og hlý föt hafi einnig verið í bakpokanum sem lögreglumaðurinn hafi tekið með valdi. „Þeir reyndu ekki að tala við hana, þeir hrifsuðu bara pokann hennar og tóku hann með valdi. Allt vatnið hennar var í pokanum. Þeir neita að gefa henni vatn,“ segir Micah. Klippa: Segir lögregluna koma í veg fyrir að mótmælandi fái aðstoð Læknir sem var við höfnina í gærkvöldi hafi heldur ekki fengið að fara og kanna ástand kvennanna. Stuðningsmennirnir reyndu í þrígang að óska eftir aðstoð sjúkrabíls í morgun en Micah segir að hann hafi ýmist ekki komið eða starfsfólks neyðarlínu sagt að þeir verði að tala við lögregluna. „Ég býst við að það þýði að þeir [neyðarlínan] svari til lögreglunnar. Það vissi ég ekki. Lögreglan stjórnar því hvort hún fái læknisaðstoð,“ segir Micah. Áhorfendur við Reykjavíkurhöfn þar sem konurnar eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf.Vísir/Arnar Skylda lögreglunnar að tryggja öryggi og velferð þrátt fyrir óhlýðni Konurnar voru í sambandi við stuðningsmenn sína á höfninni í morgun. Vala Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, spurði þær spurninga í gegnum hátalara og þær svöruðu með því að rétta upp höndina. Með þeim hætti kom Anahita því á framfæri að hún vilji þiggja læknisaðstoð til þess að fá vatn. Micah segir að lögreglan, sem hefur rætt við konunnar við og við frá því í gær, haldi því fram að Anahita vilji ekki læknisaðstoð. Það segir hann ekki satt. Lögreglan hafi boðið henni hjálp, en aðeins ef hún komi niður úr tunnunni. „Það er skylda lögreglunnar að gæta að velferð almennings og öryggi. Ef hún kýs að mótmæla hefur lögreglan enn skyldu til þess að vernda heilsu og öryggi hennar,“ segir Micah. Ekki sé hægt að neita konunum um vatn og nauðsynjar vegna þess að þær stundi borgaralega óhlýðni. Spurður að því hversu lengi Anahita geti verið í tunnunni miðað við ástand hennar segist Micah ekki vita það. Hún hafi nú verið án vatns í um 27 klukkustundir en talað sé um að menn geti ekki verið án vatns í meira en þrjá sólarhringa. Hún hafi ástríðu fyrir dýrum og ástríðan geti orðið dómgreind hennar yfirsterkari, sérstaklega ef hún þjáist af vökvaskorti. „Það getur verið að það sé dregið úr getu hennar til þess að meta eigin heilsu og öryggi,“ segir Micah. Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07 Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. 4. september 2023 09:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Konurnar tvær hafa nú dvalið í tunnunum í Hval 8 og 9 í meira en sólarhring. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að hvalveiðar hefjist. Önnur kvennanna, Anahita Babaei, í Hval 9 hefur verið án vatns og matar eftir að lögreglumaður tók af henni bakpoka strax á fyrsta klukkutíma mótmælanna í gærmorgun. Micah Garen, kvikmyndagerðarmaður og vinur Önuhitu, var einn af um sex stuðningsmönnum kvennanna sem var við Reykjavíkurhöfn í alla nótt. Hann segir fólkið hafa áhyggjur af heilsu Önuhitu og að hún kunni að örmagnast úr vökvaskorti og kulda. Svefnpoki hennar og hlý föt hafi einnig verið í bakpokanum sem lögreglumaðurinn hafi tekið með valdi. „Þeir reyndu ekki að tala við hana, þeir hrifsuðu bara pokann hennar og tóku hann með valdi. Allt vatnið hennar var í pokanum. Þeir neita að gefa henni vatn,“ segir Micah. Klippa: Segir lögregluna koma í veg fyrir að mótmælandi fái aðstoð Læknir sem var við höfnina í gærkvöldi hafi heldur ekki fengið að fara og kanna ástand kvennanna. Stuðningsmennirnir reyndu í þrígang að óska eftir aðstoð sjúkrabíls í morgun en Micah segir að hann hafi ýmist ekki komið eða starfsfólks neyðarlínu sagt að þeir verði að tala við lögregluna. „Ég býst við að það þýði að þeir [neyðarlínan] svari til lögreglunnar. Það vissi ég ekki. Lögreglan stjórnar því hvort hún fái læknisaðstoð,“ segir Micah. Áhorfendur við Reykjavíkurhöfn þar sem konurnar eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf.Vísir/Arnar Skylda lögreglunnar að tryggja öryggi og velferð þrátt fyrir óhlýðni Konurnar voru í sambandi við stuðningsmenn sína á höfninni í morgun. Vala Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, spurði þær spurninga í gegnum hátalara og þær svöruðu með því að rétta upp höndina. Með þeim hætti kom Anahita því á framfæri að hún vilji þiggja læknisaðstoð til þess að fá vatn. Micah segir að lögreglan, sem hefur rætt við konunnar við og við frá því í gær, haldi því fram að Anahita vilji ekki læknisaðstoð. Það segir hann ekki satt. Lögreglan hafi boðið henni hjálp, en aðeins ef hún komi niður úr tunnunni. „Það er skylda lögreglunnar að gæta að velferð almennings og öryggi. Ef hún kýs að mótmæla hefur lögreglan enn skyldu til þess að vernda heilsu og öryggi hennar,“ segir Micah. Ekki sé hægt að neita konunum um vatn og nauðsynjar vegna þess að þær stundi borgaralega óhlýðni. Spurður að því hversu lengi Anahita geti verið í tunnunni miðað við ástand hennar segist Micah ekki vita það. Hún hafi nú verið án vatns í um 27 klukkustundir en talað sé um að menn geti ekki verið án vatns í meira en þrjá sólarhringa. Hún hafi ástríðu fyrir dýrum og ástríðan geti orðið dómgreind hennar yfirsterkari, sérstaklega ef hún þjáist af vökvaskorti. „Það getur verið að það sé dregið úr getu hennar til þess að meta eigin heilsu og öryggi,“ segir Micah.
Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07 Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. 4. september 2023 09:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07
Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. 4. september 2023 09:01