Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. september 2023 09:01 Micah segir Anahitu ekki vera með vatn eða mat og að hann óttist öryggi hennar um borð í hvalveiðiskipinu. Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“ Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“
Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
„Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39