Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2023 08:04 Kindurnar og lömbin eru mjög áberandi á vegum eða við vegina í Öræfum og Í Suðursveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira