Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2023 08:04 Kindurnar og lömbin eru mjög áberandi á vegum eða við vegina í Öræfum og Í Suðursveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira