Erlent

Valda­ræningi lætur lýsa sig for­seta Gabons

Kjartan Kjartansson skrifar
Hermenn tollera Brice Clothaire Oligui Nguema herforingja eftir valdaránið í síðustu viku.
Hermenn tollera Brice Clothaire Oligui Nguema herforingja eftir valdaránið í síðustu viku. AP/Gabon24

Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gabon sór embættiseið sem bráðabirgðaforseti landsins í dag. Hann hét því að skila völdum aftur til þjóðarinnar í frjálsum og trúverðugum kosningum.

Hópur herforingja undir forystu Brice Clotaire Oligui Nguema handtók Ali Bongo, forseta Gabons, og rændi völdum í Mið-Afríkuríkinu í síðustu viku. Bongo-fjölskyldan hafði verið í völd í meira en fimm áratugi.

Oligui sór embættiseið sinn í forsetahöllinni í höfuðborginni Libreville fyrir framan embættismenn og leiðtoga hersins og sveitarstjórna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að óbreyttir borgarar hafi fagnað við vígsluathöfnina.

„Með nýju ríkisstjórninni sem reynt fólk myndar ætlum við að gefa öllum tækifæri til þess að vona,“ sagði Oligui sem er frændi Bongo og var lífvörður föður hans sem stýrði Gabon í 41 ár.

Átylla herforingjanna fyrir því að ræna völdum var að Bongo leiddi glundroða yfir þjóðina. Bongo vann umdeildar kosningar sem voru gagnrýndar fyrir ógegnsæi og markaðar af ásökunum um svik, að sögn AP-fréttastofunnar.

Gabon var vísað úr Afríkubandalaginu eftir valdaránið. Það er sjötta frönskumælandi Afríkuríkið sem lendir undir herforingjastjórn á undanförnum þremur árum.


Tengdar fréttir

Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“

Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum.

Hermenn handtóku forseta Gabon

Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×